Forsætisráðherra boðar lækkun skatta á fyrirtæki 7. febrúar 2007 18:30 Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira