Bræður vilja ekki berjast 7. febrúar 2007 19:09 Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira