
Erlent
Anna Nicole Smith látin

Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu.