Demókratar vara Bush við 12. febrúar 2007 12:15 Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum. Breska blaðið Guardian hafi eftir heimildarmönnum um liðna helgi að undirbúningur að hernaðaraðgerðum í Íran væri langt kominn innan bandaríska stjórnkerfisins og ætti að geta hafist með vorinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi sem voru gestir í pólítískum spjallþáttum bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær hvöttu Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans til að stíga varlega til jarðar. Engar öruggar sannanir væru til um hlutdeild Írana í ofbeldisöldunni í Írak. Auk þess bentu þeir á að hjá bandarískum stjórnvöldum væri ekki góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggðu á vafasömum sönnunargögnum. Chris Dodd öldungardeildarþingmaður demókrata benti á að Bush-stjórnin hefði gerst uppvís að fölsun sönnunargagna áður - og vísaði þá til aðdraganda Íraksstríðsins. Hann sagðist ekki efast um að Íranar hefðu á einhverju stigi aðstoðað uppreisnarmenn í Írak og það vandamál þyrfti að ræða en sagðist aftur órólegur yfir því að nú væri reynt að búa til ástæðu fyrir hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Íran. Fulltrúar Bandaríkjahers í Írak gerðu fréttamönnum í gær grein fyrir þeim gögnum sem sögð eru renna stoðum undir fullyrðingar um stuðning Írana við andspyrnumenn í Írak. Upptökur voru ekki leyfðar. Vopn voru sýnd sem fullyrt var að hægt væri að rekja til Írans. Vopn sem þessu hefðu dregið rúmlega hundrað og sjötíu bandaríska hermenn til dauða í Írak síðan í júní 2004. Erlent Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum. Breska blaðið Guardian hafi eftir heimildarmönnum um liðna helgi að undirbúningur að hernaðaraðgerðum í Íran væri langt kominn innan bandaríska stjórnkerfisins og ætti að geta hafist með vorinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi sem voru gestir í pólítískum spjallþáttum bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær hvöttu Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans til að stíga varlega til jarðar. Engar öruggar sannanir væru til um hlutdeild Írana í ofbeldisöldunni í Írak. Auk þess bentu þeir á að hjá bandarískum stjórnvöldum væri ekki góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggðu á vafasömum sönnunargögnum. Chris Dodd öldungardeildarþingmaður demókrata benti á að Bush-stjórnin hefði gerst uppvís að fölsun sönnunargagna áður - og vísaði þá til aðdraganda Íraksstríðsins. Hann sagðist ekki efast um að Íranar hefðu á einhverju stigi aðstoðað uppreisnarmenn í Írak og það vandamál þyrfti að ræða en sagðist aftur órólegur yfir því að nú væri reynt að búa til ástæðu fyrir hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Íran. Fulltrúar Bandaríkjahers í Írak gerðu fréttamönnum í gær grein fyrir þeim gögnum sem sögð eru renna stoðum undir fullyrðingar um stuðning Írana við andspyrnumenn í Írak. Upptökur voru ekki leyfðar. Vopn voru sýnd sem fullyrt var að hægt væri að rekja til Írans. Vopn sem þessu hefðu dregið rúmlega hundrað og sjötíu bandaríska hermenn til dauða í Írak síðan í júní 2004.
Erlent Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira