Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, bað í dag Ismail Haniyeh, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, um að mynda þjóðstjórn. Haniyeh hafði áður sagt af sér en það var fyrsta skrefið sem þurfti að taka svo hægt væri að mynda þjóðstjórnina. Abbas veitti Haniyeh umboðið á fréttamannafundi í Gaza í dag.