Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun 16. febrúar 2007 10:00 Móðir frá Níkaragúa með nýfætt barn sitt. MYND/Harpa Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. Að sögn Hörpu Elínar Haraldsdóttur starfsmanns ÞSSÍ í Níkaragúa er íslenskt fé notað til uppbyggingar og nauðsynlegra viðgerða á Mæðrahúsunum auk þess sem þau verða búin húsgögnum. Framkvæmdir eru þegar hafnar og áætlað að verkefninu ljúki í sumar. "Lækkun ungbarnadauða um tvo þriðju og dánartíðni vegna barnsburðar um þrjá fjórðu eru tvö af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um þróun," segir Harpa Elín. "Í þessum efnum stendur Níkaragúa frammi fyrir mikilli áskorun, en tíðni ungbarna- og mæðradauða í Níkaragúa er meðal þess hæsta sem þekkist í rómönsku Ameríku, árið 2005 lést 121 móðir á hverja 100,000 lifandi fædda en til samaburðar létust 36 mæður á hverja 100,000 lifandi fædda í nágrannalandinu Kosta Ríka. Fátækt, takmarkaðir möguleikar til menntunnar og starfa, hefðbundin kynjahlutverk og lélegt aðgengi að heilbrigðsþjónustu í afskekktum sveitum eru veigamiklar ástæður fyrir stöðu mála," segir Harpa Elín. Í ljósi þessara aðstæðna gengu fulltrúar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá samningum við stjórnvöld um stuðning við fimm Mæðrahús. ÞSSÍ styrkir mæðrahús í Sébaco, Camoapa, Juigalpa, Blufields og Cruz de Río Grande. "Áætlun stjórnvalda byggir á samvinnu við héraðs- og bæjarstjórnir og frjáls félagasamtök á hverjum stað," segir Harpa Elín. "Markmið Mæðrahúsanna er að lækka mæðra- og ungbarnadauða í Níkaragúa og fjölga fæðingum undir eftirliti læknis og á heilbrigðisstofnunum, en sjö af hverjum tíu dauðsföllum við fæðingu verða í heimahúsum, flest á afskekktum fátækum svæðum. Mæðrahúsin bjóða þunguðum konum, sem teljast vera í áhættu á meðgöngu og hefðu annars ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna búsetu, upp á húsnæði og uppihald í nágrenni við sjúkrahús, heilsugæslu eða heilsumiðstöðvar til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum blæðinga eða erfiðleika fyrir, í og eftir fæðingu. Konurnar koma í húsin um það bil tveimur vikum fyrir fæðingu og eru þar í viku eða tvær eftir fæðingu eftir aðstæðum. Fæðingarlæknar og heilbrigðisstarfsfólk kemur í húsin daglega en flestar konurnar sem koma í Mæðrahúsin eru að fá læknisaðstoð við fæðingu í fyrsta skipti. Áhersla er lögð á að húsin séu heimilisleg og að konunum líði sem allra best á meðan dvölinni stendur. Konur sem koma í Mæðrahúsin eru yfirleitt frá afar fátækum samfélögum í strjálbýli og þær eru flestar undir 19 ára aldri eða eldri en 35 ára." Að sögn Hörpu Elínar er mikið lagt upp úr því að ræða við og fræða konurnar um ungbarnavernd, kynlífs- og frjósemisheilbrigði svo og fjölskylduskipulagningu. Ennfremur hafa sum húsin að auki boðið upp á ráðgjafaþjónustu fyrir konurnar um heimilisofbeldi, barnameðlagskröfur, landréttarmál og aðstoð við að fá nafnskírteini, svo dæmi séu nefnd. Flest húsin bjóða einnig upp á möguleika til að stunda eða læra einhverskonar handiðn. "Mæðrahúsin hafa þannig áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði kvennanna," segir Harpa Elín. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. Að sögn Hörpu Elínar Haraldsdóttur starfsmanns ÞSSÍ í Níkaragúa er íslenskt fé notað til uppbyggingar og nauðsynlegra viðgerða á Mæðrahúsunum auk þess sem þau verða búin húsgögnum. Framkvæmdir eru þegar hafnar og áætlað að verkefninu ljúki í sumar. "Lækkun ungbarnadauða um tvo þriðju og dánartíðni vegna barnsburðar um þrjá fjórðu eru tvö af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um þróun," segir Harpa Elín. "Í þessum efnum stendur Níkaragúa frammi fyrir mikilli áskorun, en tíðni ungbarna- og mæðradauða í Níkaragúa er meðal þess hæsta sem þekkist í rómönsku Ameríku, árið 2005 lést 121 móðir á hverja 100,000 lifandi fædda en til samaburðar létust 36 mæður á hverja 100,000 lifandi fædda í nágrannalandinu Kosta Ríka. Fátækt, takmarkaðir möguleikar til menntunnar og starfa, hefðbundin kynjahlutverk og lélegt aðgengi að heilbrigðsþjónustu í afskekktum sveitum eru veigamiklar ástæður fyrir stöðu mála," segir Harpa Elín. Í ljósi þessara aðstæðna gengu fulltrúar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá samningum við stjórnvöld um stuðning við fimm Mæðrahús. ÞSSÍ styrkir mæðrahús í Sébaco, Camoapa, Juigalpa, Blufields og Cruz de Río Grande. "Áætlun stjórnvalda byggir á samvinnu við héraðs- og bæjarstjórnir og frjáls félagasamtök á hverjum stað," segir Harpa Elín. "Markmið Mæðrahúsanna er að lækka mæðra- og ungbarnadauða í Níkaragúa og fjölga fæðingum undir eftirliti læknis og á heilbrigðisstofnunum, en sjö af hverjum tíu dauðsföllum við fæðingu verða í heimahúsum, flest á afskekktum fátækum svæðum. Mæðrahúsin bjóða þunguðum konum, sem teljast vera í áhættu á meðgöngu og hefðu annars ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna búsetu, upp á húsnæði og uppihald í nágrenni við sjúkrahús, heilsugæslu eða heilsumiðstöðvar til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum blæðinga eða erfiðleika fyrir, í og eftir fæðingu. Konurnar koma í húsin um það bil tveimur vikum fyrir fæðingu og eru þar í viku eða tvær eftir fæðingu eftir aðstæðum. Fæðingarlæknar og heilbrigðisstarfsfólk kemur í húsin daglega en flestar konurnar sem koma í Mæðrahúsin eru að fá læknisaðstoð við fæðingu í fyrsta skipti. Áhersla er lögð á að húsin séu heimilisleg og að konunum líði sem allra best á meðan dvölinni stendur. Konur sem koma í Mæðrahúsin eru yfirleitt frá afar fátækum samfélögum í strjálbýli og þær eru flestar undir 19 ára aldri eða eldri en 35 ára." Að sögn Hörpu Elínar er mikið lagt upp úr því að ræða við og fræða konurnar um ungbarnavernd, kynlífs- og frjósemisheilbrigði svo og fjölskylduskipulagningu. Ennfremur hafa sum húsin að auki boðið upp á ráðgjafaþjónustu fyrir konurnar um heimilisofbeldi, barnameðlagskröfur, landréttarmál og aðstoð við að fá nafnskírteini, svo dæmi séu nefnd. Flest húsin bjóða einnig upp á möguleika til að stunda eða læra einhverskonar handiðn. "Mæðrahúsin hafa þannig áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði kvennanna," segir Harpa Elín.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira