NBA molar: Nash ætlar að spila í kvöld 20. febrúar 2007 17:11 Steve Nash ætlar að láta reyna á axlarmeiðslin gegn Clippers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur nú verið frá keppni í um hálfan mánuð vegna axlarmeiðsla og hefur lið Phoenix fyrir vikið dregist aftur úr Dallas í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Phoenix sækir LA Clippers heim í kvöld. Gamla brýnið Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets hefur lýst því yfir að hann ætli að spila eitt ár enn í NBA deildinni. Hann er fertugur og er elsti leikmaður deildarinnar. Mutombo á að baki yfir 1100 leiki í deildinni þar sem hann hefur spilað með sex liðum á sextán ára ferli. Michael Jordan hefur ekki verið áberandi síðan hann keypti sig inn í lið Charlotte Bobcats á sínum tíma, en hann ritaði leikmönnum liðsins bréf um helgina þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með árangur liðsins í vetur. Ekkert lið í deildinni borgar eins lág laun og Bobcats og því er plássið undir launaþakinu feikinóg. Eigendur liðsins hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað ef réttir leikmenn verði á lausu í sumar og fór Jordan þess á leit við leikmenn að þeir leggðu jafn hart að sér og hann sjálfur til að koma þessu yngsta félagi í deildinni á réttan kjöl. Serbinn Vladimir Radmanovic fór úr axlarlið á æfingu liðsins á dögunum og er talið að hann verði frá keppni í einar átta vikur vegna þessa. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir leikmanninn þar sem hann hefur verið að vinna sig hægt og bítandi inn í hópinn hjá Phil Jackson. Þeir Gary Payton hjá Miami, Sam Cassell hjá LA Clippers og fyrrum leikmaðurinn Jason Caffey voru á dögunum hreinsaðir af öllum sökum fyrir rétti. Þremenningarnir voru árið 2003 sakaðir um að hafa ráðist á nektardansmær fyrir utan strípibúllu í Toronto það árið, en þeir voru þá liðsfélagar hjá Milwaukee Bucks. Dansmærin og útkastari á búllunni báru við þokukenndri sjón og krónískum bakverkjum eftir viðskipti sín við leikmennina, en dómari vísaði dramatískum vitnisburði þeirra frá. Pat Riley hefur nú snúið aftur í þjálfarastólinn hjá meisturum Miami Heat eftir að hafa gengist undir tvo uppskurði. Riley viðurkenndi við endurkomuna að hann hefði átt að fara miklu fyrr í þessar aðgerðir, því hann hafi verið orðinn uppstökkur, argur og leiður á að þjálfa vegna heilsubrests og viðurkennir að hafa alls ekki sinnt starfi sínu nógu vel í haust. Að lokum er rétt að minna á leik Milwaukee og Detroit í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en þá verða tíu leikir á dagskrá. NBA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur nú verið frá keppni í um hálfan mánuð vegna axlarmeiðsla og hefur lið Phoenix fyrir vikið dregist aftur úr Dallas í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Phoenix sækir LA Clippers heim í kvöld. Gamla brýnið Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets hefur lýst því yfir að hann ætli að spila eitt ár enn í NBA deildinni. Hann er fertugur og er elsti leikmaður deildarinnar. Mutombo á að baki yfir 1100 leiki í deildinni þar sem hann hefur spilað með sex liðum á sextán ára ferli. Michael Jordan hefur ekki verið áberandi síðan hann keypti sig inn í lið Charlotte Bobcats á sínum tíma, en hann ritaði leikmönnum liðsins bréf um helgina þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með árangur liðsins í vetur. Ekkert lið í deildinni borgar eins lág laun og Bobcats og því er plássið undir launaþakinu feikinóg. Eigendur liðsins hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað ef réttir leikmenn verði á lausu í sumar og fór Jordan þess á leit við leikmenn að þeir leggðu jafn hart að sér og hann sjálfur til að koma þessu yngsta félagi í deildinni á réttan kjöl. Serbinn Vladimir Radmanovic fór úr axlarlið á æfingu liðsins á dögunum og er talið að hann verði frá keppni í einar átta vikur vegna þessa. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir leikmanninn þar sem hann hefur verið að vinna sig hægt og bítandi inn í hópinn hjá Phil Jackson. Þeir Gary Payton hjá Miami, Sam Cassell hjá LA Clippers og fyrrum leikmaðurinn Jason Caffey voru á dögunum hreinsaðir af öllum sökum fyrir rétti. Þremenningarnir voru árið 2003 sakaðir um að hafa ráðist á nektardansmær fyrir utan strípibúllu í Toronto það árið, en þeir voru þá liðsfélagar hjá Milwaukee Bucks. Dansmærin og útkastari á búllunni báru við þokukenndri sjón og krónískum bakverkjum eftir viðskipti sín við leikmennina, en dómari vísaði dramatískum vitnisburði þeirra frá. Pat Riley hefur nú snúið aftur í þjálfarastólinn hjá meisturum Miami Heat eftir að hafa gengist undir tvo uppskurði. Riley viðurkenndi við endurkomuna að hann hefði átt að fara miklu fyrr í þessar aðgerðir, því hann hafi verið orðinn uppstökkur, argur og leiður á að þjálfa vegna heilsubrests og viðurkennir að hafa alls ekki sinnt starfi sínu nógu vel í haust. Að lokum er rétt að minna á leik Milwaukee og Detroit í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en þá verða tíu leikir á dagskrá.
NBA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Sjá meira