Britney spears er farin í meðferð. Hún skráði sig sjálfviljug í meðferð í gær eftir að fjölskyldumeðlimir biðluðu til hennar að breyta um lífsstíl. Hin 25 ára poppstjarna hefur lifað viltu líferni síðan hún skildi við eiginmann sinn, Kevin Federline. Hörð forræðisbarátta hefur verið á milli þeirra og svo virðist sem það hafi tekið toll sinn á Britney.
Auðævi Britney eru metin á 100 milljón dollara, eða um 7 milljarða íslenskra króna. Federline hefur farið fram á helming eigna hennar ef hann á að gefa eftir forræði að sonum þeirra tveggja.