Ginobili skoraði 24 stig í röð gegn Atlanta 22. febrúar 2007 03:30 Manu Ginobili tók 24 stiga rispu í fyrri hálfleik gegn Atlanta NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Manu Ginobili var heldur betur í stuði í nótt þegar San Antonio lagði Atlanta 103-96 á útivelli. Ginobili skoraði 40 stig í leiknum og þar af 24 stig San Antonio í röð á kafla í fyrri hálfleiknum. Tim Duncan átti einnig fínan leik og skoraði 30 stig, líkt og Joe Johnson hjá Atlanta. Indiana lagði Milwaukee í tvíframlengdum spennutrylli 136-129. Jermaine O´Neal skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Indiana en Michael Redd setti 38 stig fyrir Milwaukee. Philadelphia burstaði New York 104-84 þar sem Kyle Korver skoraði 31 stig fyrir Philadelphia en Eddy Curry skoraði 22 fyrir New York. Brasilíumaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfu Cleveland með viðstöðulausri troðslu 16 sekúndum fyrir leikslok þegar liðið lagði Toronto á útivelli 86-85 í uppgjöri tveggja af fjórum efstu liðanna í Austurdeildinni. Leikurinn var æsispennandi og rétt er að minna á að hann verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 29 stig og Varejao skoraði 16 stig og hirti 15 fráköst. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið. Detroit vann auðveldan sigur á Orlando 110-88 þar sem Orlando tapaði stjötta útileiknum í röð. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando en þeir Chris Webber og Rip Hamilton skoruðu 18 hvor fyrir Detroit. New Orleans vann góðan útisigur á New Jersey Nets 111-107 þrátt fyrir stórleik Vince Carter sem skoraði 46 stig. David West skoraði 32 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar. Charlotte vann góðan útisigur á Minnesota 100-95 eftir að hafa lent mest 17 stigum undir í leiknum. Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota en Adam Morrison skoraði 26 stig fyrir Charlotte, Matt Carroll 20 stig og Emeka Okafor skoraði 12 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Houston lagði Miami 112-102 þar sem Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en þurfti að fara meiddur af velli. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston. Phoenix lagði Boston 118-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix og Leandro Barbosa skoraði 26 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Golden State lagði Memphis 118-115 í framlengingu þar sem Mike Miller skoraði 45 stig fyrir Memphis og setti félagsmet. Stephen Jackson skoraði 26 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Golden State. Loks vann Portland góðan sigur á LA Lakers á útivelli 112-108 þar sem Jarrett Jack skoraði 30 stig fyrir Portland en Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers, sem tapaði sjötta leiknum í röð. NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili var heldur betur í stuði í nótt þegar San Antonio lagði Atlanta 103-96 á útivelli. Ginobili skoraði 40 stig í leiknum og þar af 24 stig San Antonio í röð á kafla í fyrri hálfleiknum. Tim Duncan átti einnig fínan leik og skoraði 30 stig, líkt og Joe Johnson hjá Atlanta. Indiana lagði Milwaukee í tvíframlengdum spennutrylli 136-129. Jermaine O´Neal skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Indiana en Michael Redd setti 38 stig fyrir Milwaukee. Philadelphia burstaði New York 104-84 þar sem Kyle Korver skoraði 31 stig fyrir Philadelphia en Eddy Curry skoraði 22 fyrir New York. Brasilíumaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfu Cleveland með viðstöðulausri troðslu 16 sekúndum fyrir leikslok þegar liðið lagði Toronto á útivelli 86-85 í uppgjöri tveggja af fjórum efstu liðanna í Austurdeildinni. Leikurinn var æsispennandi og rétt er að minna á að hann verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 29 stig og Varejao skoraði 16 stig og hirti 15 fráköst. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið. Detroit vann auðveldan sigur á Orlando 110-88 þar sem Orlando tapaði stjötta útileiknum í röð. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando en þeir Chris Webber og Rip Hamilton skoruðu 18 hvor fyrir Detroit. New Orleans vann góðan útisigur á New Jersey Nets 111-107 þrátt fyrir stórleik Vince Carter sem skoraði 46 stig. David West skoraði 32 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar. Charlotte vann góðan útisigur á Minnesota 100-95 eftir að hafa lent mest 17 stigum undir í leiknum. Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota en Adam Morrison skoraði 26 stig fyrir Charlotte, Matt Carroll 20 stig og Emeka Okafor skoraði 12 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Houston lagði Miami 112-102 þar sem Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en þurfti að fara meiddur af velli. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston. Phoenix lagði Boston 118-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix og Leandro Barbosa skoraði 26 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Golden State lagði Memphis 118-115 í framlengingu þar sem Mike Miller skoraði 45 stig fyrir Memphis og setti félagsmet. Stephen Jackson skoraði 26 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Golden State. Loks vann Portland góðan sigur á LA Lakers á útivelli 112-108 þar sem Jarrett Jack skoraði 30 stig fyrir Portland en Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers, sem tapaði sjötta leiknum í röð.
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira