
Körfubolti
Fjórir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld

Fjórir áhugaverðir leikir verða á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennakörfunni. Grindavík tekur á móti Tindastól, KR fær ÍR í heimsókn, Snæfell tekur á móti Hamri og þá tekur Fjölnir á móti Þór frá Þorlákshöfn. Í kvennaflokki geta Haukastúlkur farið langleiðina með að tryggja sér efsta sætið í deildinni með sigri á Breiðablik. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.