Snjóþyngsli í Danmörku töfðu ferð Íslendings með vörubíl 22. febrúar 2007 19:45 Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Mest hefur snjóað í norður- og austurhluta Danmerkur, á Skáni í Svíþjóð og í suðurhluta Noregs. Snjómokstur hófst eldsnemma í morgun og hefur haldið áfram fram eftir degi. Fjölmargir hafa ekki komist til vinnu og mörgum skólum verið lokað. Lestarferðum var aflýst, í Danmörku var mikill snjór á lestarteinum. SAS flugfélagið hefur aflýst nærri tvö hundruð flugferðum í dag. Töf varð á ferðum Icelandair til Danmerkur og Svíþjóðar og Iceland Express til Kaupmannahafnar í morgun. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Árósum í Danmörku, segir að þar hafi snjórinn svo sannarlega sett mark sitt á umfeðrina í dag og ekki bara þar heldur um alla Danmörku. Annar hver Dani hafi haldið sig heima vegna veðurs. Af þeim sem hafi farið af stað hafi 9.000 ökumenn þurft aðstoð, sumir biðu eftir hjálp frá því í gærkvöldi. Lokun hraðbrauta tafði ferðalag Íslendingsins Marteins Péturssonar, sem var að flytja nýkeyptan vörubíl sinn frá Þýskandi, í skip í Hanstholm á norðurhluta Jótlands. Marteinn segir veðrið hafa tafið hann um fleiri fleiri klukkustundir. Nóttin hafi verið þessi dæmigerða „þrengslastemmning" þeirra Dana. Hann segir veðrið og færðina ekki svo agalega miðað við það sem hann þekki frá Íslandi. Verst sé að margir Danir séu á sléttum dekkjum og bílarnir þvers og kruss á veginum og það tefji. Miðað við veðurspána gætu margir Danir þurft að moka bíla sína aftur út í fyrramálið, enda ekki hætt að snjóa í Skandinavíu og frekari ofankomu spáð í kvöld og nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Mest hefur snjóað í norður- og austurhluta Danmerkur, á Skáni í Svíþjóð og í suðurhluta Noregs. Snjómokstur hófst eldsnemma í morgun og hefur haldið áfram fram eftir degi. Fjölmargir hafa ekki komist til vinnu og mörgum skólum verið lokað. Lestarferðum var aflýst, í Danmörku var mikill snjór á lestarteinum. SAS flugfélagið hefur aflýst nærri tvö hundruð flugferðum í dag. Töf varð á ferðum Icelandair til Danmerkur og Svíþjóðar og Iceland Express til Kaupmannahafnar í morgun. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Árósum í Danmörku, segir að þar hafi snjórinn svo sannarlega sett mark sitt á umfeðrina í dag og ekki bara þar heldur um alla Danmörku. Annar hver Dani hafi haldið sig heima vegna veðurs. Af þeim sem hafi farið af stað hafi 9.000 ökumenn þurft aðstoð, sumir biðu eftir hjálp frá því í gærkvöldi. Lokun hraðbrauta tafði ferðalag Íslendingsins Marteins Péturssonar, sem var að flytja nýkeyptan vörubíl sinn frá Þýskandi, í skip í Hanstholm á norðurhluta Jótlands. Marteinn segir veðrið hafa tafið hann um fleiri fleiri klukkustundir. Nóttin hafi verið þessi dæmigerða „þrengslastemmning" þeirra Dana. Hann segir veðrið og færðina ekki svo agalega miðað við það sem hann þekki frá Íslandi. Verst sé að margir Danir séu á sléttum dekkjum og bílarnir þvers og kruss á veginum og það tefji. Miðað við veðurspána gætu margir Danir þurft að moka bíla sína aftur út í fyrramálið, enda ekki hætt að snjóa í Skandinavíu og frekari ofankomu spáð í kvöld og nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira