Ný 2000 m² björgunar- og slysavarnarmiðstöð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði verður reist í Hafnarfirði á næstunni. Með byggingunni mun öll starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar komast undir eitt þak.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna í dag á Hvaleyrarbraut 32, við gamla bátalónið.
Húsið er sérhannað með starfsemi björgunarsveita á sjó og landi í huga.
Fyrir sjö árum síðan voru Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og björgunarsveitin Fiskaklettur sameinuð undir nafni Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Sérhönnuð aðstaða verður fyrir helstu fjáraflanir sveitarinnar auk veislusals.
.