Búist er við að sitjandi ríkisstjórn mið- og hægriflokkar í Eistlandi haldi velli í þingkosningum í landinu í dag. Kosningarnar eru þær elleftu frá því landið fékk sjálfstæði árið 1991.
Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan sex. Búist er við að úrslit liggi fyrir klukkan tíu í kvöld.
Rúmlega 30% kjósenda höfðu greitt akvæði skömmu eftir hádegi og búist við að kjörsókn í heild verði um 60%. 940 þúsund manns eru á kjörskrá.
Fjölmargir kjósendur notuðu veftækni og greiddu atkvæði utan kjörfundar í gegnum netið með sérstökum rafrænum kjörseðlum, en það hefur hvergi verið gert í kosningum fyrr. Lokað var fyrir þessa nýju kosningaleið á fimmtudaginn.