
Körfubolti
Haukar fallnir

Haukar féllu í kvöld í 1. deildina í körfubolta eftir 88-78 tap fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur. ÍR lagði Þór 83-73, Hamar lagði Fjölni 87-75 og Snæfell lagði granna sína í Skallagrími 79-72 í Stykkishólmi. Það ræðst svo í lokaumferðinni hvort það verður Fjölnir eða Þór sem fylgir Haukum niður um deild.