Launaleynd hugsanlega aflétt 7. mars 2007 18:50 Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr." Fréttir Innlent Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr."
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira