Erlent

Geta læknað unglingaveikina

Getty Images

Vísindamenn segjast hafa fundið hormónið sem veldur skapsveflum táninga, unglingaveikinni svokölluðu. Það er lið vísindamanna við New York-háskóla sem þessu halda fram. Hormónið veldur eirðarleysi og kvíða en svo minnka áhrif þess með aldrinum.

Þá segja vísindamenn að þar sem hormónið sé fundið verði hægt að þróa lyf við unglingaveikinni, lyf sem dregur úr áhrifum hormónsins. Eins segja þeir að rannsóknin og niðurstöður hennar eigi að hjálpa foreldrum og kennurum að skilja unglinga sem eiga erfitt með sig.

Hormónið heitir THP og hefur hingað til verið tengt við streitu. Hjá fullorðnum verkar það róandi og eins hjá börnum sem ekki hafa náð unglingsaldri. Rannsóknir á músum hafa hins vegar leitt í ljós að áhrifin snúast við á kynþroskaskeiðinu.

Dr Sheril Smith sem leiddi rannsóknina segir að ekki sé enn ljóst hvað valdi þessari öfugu virkni hormónsins á unglingana en telur líklegt að áhrif annara hormóna við kynþroska rugli virkni THP þar til jafnvægi næst að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×