Endurkoma Krists gæti ekki bjargað okkur 13. mars 2007 22:45 Phil Jackson er ekki vanur því að tapa NordicPhotos/GettyImages Slæmt gengi LA Lakers í NBA deildinni undanfarið er farið að hafa áhrif á ótrúlegustu menn. Sjálfur Zen-Meistarinn Phil Jackson lét hafa eftir sér í LA Times í dag að liðið spilaði svo illa þessa dagana að sjálfur Kristur gæti ekki bjargað því. Lakers-liðið hefur nú tapað sex leikjum í röð og er það í annað skipti á fimm vikum sem liðið þar að sætta sig við svo langa taphrinu. "Við erum að spila svo illa að ég var að hugsa um að setjast í helgan stein," sagði Jackson þjálfari kaldur og bætti við; "Við erum að spila svo illa að endurkoma Jesú Krists myndi ekki geta hjálpað okkur. Við erum bara alls ekki að spila sem lið." Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá liðinu í vetur, en góðu fréttirnar eru þær að bæði Lamar Odom og Luke Walton verða í hópnum á ný á fimmtudagskvöldið þegar liðið mætir Denver. Sá leikur verður ekki síður mikilvægur í ljósi þess að Denver er nú aðeins rétt á eftir Lakers í baráttunni um góða stöðu í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Meiðslin hafa verið það mikil í herbúðum Lakers undanfarið að aðstoðarþjálfararnir Craig Hodges og Brian Shaw tóku þátt í æfingum liðsins síðustu daga. Shaw var í meistaraliði Lakers í upphafi aldarinnar en Hodges í liði Chicago þegar það vann fyrri þrjá titla sína í upphafi tíunda áratugarins. Þeir félagar litu víst vel út á æfingunni og höfðu engu gleymt - þó þeim hafi ekki verið boðin staða í liðinu að svo búnu. NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Slæmt gengi LA Lakers í NBA deildinni undanfarið er farið að hafa áhrif á ótrúlegustu menn. Sjálfur Zen-Meistarinn Phil Jackson lét hafa eftir sér í LA Times í dag að liðið spilaði svo illa þessa dagana að sjálfur Kristur gæti ekki bjargað því. Lakers-liðið hefur nú tapað sex leikjum í röð og er það í annað skipti á fimm vikum sem liðið þar að sætta sig við svo langa taphrinu. "Við erum að spila svo illa að ég var að hugsa um að setjast í helgan stein," sagði Jackson þjálfari kaldur og bætti við; "Við erum að spila svo illa að endurkoma Jesú Krists myndi ekki geta hjálpað okkur. Við erum bara alls ekki að spila sem lið." Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá liðinu í vetur, en góðu fréttirnar eru þær að bæði Lamar Odom og Luke Walton verða í hópnum á ný á fimmtudagskvöldið þegar liðið mætir Denver. Sá leikur verður ekki síður mikilvægur í ljósi þess að Denver er nú aðeins rétt á eftir Lakers í baráttunni um góða stöðu í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Meiðslin hafa verið það mikil í herbúðum Lakers undanfarið að aðstoðarþjálfararnir Craig Hodges og Brian Shaw tóku þátt í æfingum liðsins síðustu daga. Shaw var í meistaraliði Lakers í upphafi aldarinnar en Hodges í liði Chicago þegar það vann fyrri þrjá titla sína í upphafi tíunda áratugarins. Þeir félagar litu víst vel út á æfingunni og höfðu engu gleymt - þó þeim hafi ekki verið boðin staða í liðinu að svo búnu.
NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira