Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu 15. mars 2007 18:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum. Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum.
Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira