Erlent

Hjartahnoð mikilvægara en „munn við munn“

AFP

Sjúkraliðar mæla nú með því að fólk sleppi því að beita „munn við munn" aðferðinni við fyrstu hjálp, hún geri lítið gagn sé henni ekki beitt fullkomlega rétt. Þeir segja að hjartahnoð sé alltaf jafn góð leið og oftast betri. Rannsóknir sýna að minna en þriðjungi þeirra sem þurfa aðstoð sé hjálpað af vegfarendum. Rannsakendur segja líklegt að það sé vegna þess að mörgum býður við því að beita „munn við munn" aðferðinni á ókunnuga. Þá segja þeir að þegar vegfarendur hjálpi taki „munn við munn" aðferðin oft mikilvægan tíma frá lífsnauðsynlegu hjartahnoði. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×