Matsmenn sem verjendur í Baugsmálinu fengu til að sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta, voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Snorri Agnarsson og Stefán Hrafnkelsson voru fengnir til að fara yfir póstana sem einhverjir fundust einungis í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers.
Upplýsingar úr tölvupóstum hafa skipt töluverðu máli og byggir hluti málsins á upplýsingum úr þeim.
Á miðvikudag voru dómkvaddir matsmenn fengnir til að fara yfir tölvupóstana. Það voru Halldór Kristjánsson og Hjörleifur Kristinsson sem töldu yfirgnæfandi líkur á að póstarnir hefðu komið frá Baugsmnnum.
Mikið hefur verið rætt um hvort sérstaka tölvuþekkingu þurfi til að falsa tölvupósta. Nú rétt fyrir þrjú verður kallaður fyrir tölvunarfræðingur sem fenginn verður til að sýna hvernig tölvupóstur er falsaður.