Denver valtaði yfir Phoenix 18. mars 2007 14:05 Steve Nash og félagar í Phoenix réðu ekkert við Allen Iverson í nótt, en hann skoraði 44 stig og hitti úr 16 af 22 skotum sínum NordicPhotos/GettyImages Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum. Denver fór hamförum gegn Phoenix og sigraði 131-103. Allen Iverson skoraði 44 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix hefur nú tapað tveimur leikjum í röð - með samtals 46 stigum - síðan liðið vann frækinn sigur á Dallas í tvíframlengdum leik í vikunni. Denver vann fjórða leikinn í röð og er nú að fara á erfiða keppnisferð. San Antonio tapaði fyrir Boston á heimavelli í fyrsta skipti í 18 ár þegar liðið lá 91-85 fyrir þeim grænklæddu. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Tony Parker sömuleiðis fyrir San Antonio. Cleveland vann áttunda leikinn í röð þegar það skellti Utah á heimavelli 82-73. Þetta var fjórða tap Utah á fimm dögum á keppnisferð um austurströndina. Carlos Boozer lék sinn fyrsta leik í Cleveland síðan hann fór frá liðinu árið 2004 og skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst, En LeBron James skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland. Chicago tapaði fyrir Memphis 104-103. Ben Gordon skoraði 33 stig fyrir Chicago en Mike MIller skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis - sem vann aðeins 17. leik sinn í vetur. Indiana afstýrði 12. tapinu í röð með sigri á Atlanta á heimavelli 113-90, en tap hefði þýtt vafasamt félagsmet. Troy Murphy skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sacramento stöðvaði taphrinu sína með sigri í Orlando 95-83. Kevin Martin skoraði 20 stig fyrir Sacramento en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Washington skaut New Orleans í kaf 125-103 þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig og setti niður tvær fjögurra stiga sóknir í leiknum þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti -sem hann setti niður. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans. Loks vann Golden State nauman sigur á Seattle á útivelli 99-98 í æsispennandi leik á NBA TV þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu Golden State skömmu fyrir leikslok. Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Ray Allen setti 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23 stig. NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum. Denver fór hamförum gegn Phoenix og sigraði 131-103. Allen Iverson skoraði 44 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix hefur nú tapað tveimur leikjum í röð - með samtals 46 stigum - síðan liðið vann frækinn sigur á Dallas í tvíframlengdum leik í vikunni. Denver vann fjórða leikinn í röð og er nú að fara á erfiða keppnisferð. San Antonio tapaði fyrir Boston á heimavelli í fyrsta skipti í 18 ár þegar liðið lá 91-85 fyrir þeim grænklæddu. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Tony Parker sömuleiðis fyrir San Antonio. Cleveland vann áttunda leikinn í röð þegar það skellti Utah á heimavelli 82-73. Þetta var fjórða tap Utah á fimm dögum á keppnisferð um austurströndina. Carlos Boozer lék sinn fyrsta leik í Cleveland síðan hann fór frá liðinu árið 2004 og skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst, En LeBron James skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland. Chicago tapaði fyrir Memphis 104-103. Ben Gordon skoraði 33 stig fyrir Chicago en Mike MIller skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis - sem vann aðeins 17. leik sinn í vetur. Indiana afstýrði 12. tapinu í röð með sigri á Atlanta á heimavelli 113-90, en tap hefði þýtt vafasamt félagsmet. Troy Murphy skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sacramento stöðvaði taphrinu sína með sigri í Orlando 95-83. Kevin Martin skoraði 20 stig fyrir Sacramento en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Washington skaut New Orleans í kaf 125-103 þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig og setti niður tvær fjögurra stiga sóknir í leiknum þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti -sem hann setti niður. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans. Loks vann Golden State nauman sigur á Seattle á útivelli 99-98 í æsispennandi leik á NBA TV þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu Golden State skömmu fyrir leikslok. Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Ray Allen setti 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23 stig.
NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira