
Körfubolti
Kidd og Bryant leikmenn vikunnar

Jason Kidd hjá New Jersey og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru útnefndir leikmenn vikunnar í NBA deildinni í gær. Kidd leiddi New Jersey til sigurs í þremur af fjórum leikjum sínum og skoraði 14,5 stig, gaf 12,8 stoðsendingar og hirti 7,5 fráköst. Kobe Bryant fór fyrir liði Lakers og skoraði að meðaltali 46,7 stig að meðaltali í þremur leikjum með LA Lakers, en liðið vann tvo af þremur leikjum sínum í vikunni.