Sinfónía Norðurlands gerir tímamótasamning 22. mars 2007 14:13 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Gilinu 2006. MYND/Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var undirritaður í dag. Samningurinn tekur til starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi starfsemi hljómsveitarinnar. Framlög hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. Samningurinn er reistur á samstarfssamningi ríkisins og Akureyrarbæjar um samstarf í menningarmálum. Meginmarkmiðið er að styðja við uppbyggingu SN sem meginstoð sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins. Með þessum hætti er er stuðlað að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs. Áfram verður lögð áhersla á skapandi starf með börnum á Akureyri og í nágrenni en hljómsveitin hefur á undanförnum árum staðið fyrir kynningar- og fræðslustarfi fyrir grunnskólanemendur. Helstu tímamótin á samningstímanum eru þau að menningarhúsið Hof verður tekið í notkun en þar verður aðalstarfsvettvangur hljómsveitarinnar. Þetta kemur til með að breyta möguleikum hljómsveitarinnar, auk þess sem áheyrendum verður boðið upp á fyrirmyndaraðstöðu. Stefnt er að því að hljómsveitin haldi tónleika mánaðarlega yfir vetrartímann eftir að hún flytur í Hof. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, er að sögn ákaflega ánægð með nýja samninginn. Hún segir bæjarbúa stolta af hljómsveitinni, en starfsemi hennar sé eitt af því sem hefur eflt og styrkt ímynd Akureyrar á undanförnum árum. Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var undirritaður í dag. Samningurinn tekur til starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi starfsemi hljómsveitarinnar. Framlög hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. Samningurinn er reistur á samstarfssamningi ríkisins og Akureyrarbæjar um samstarf í menningarmálum. Meginmarkmiðið er að styðja við uppbyggingu SN sem meginstoð sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins. Með þessum hætti er er stuðlað að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs. Áfram verður lögð áhersla á skapandi starf með börnum á Akureyri og í nágrenni en hljómsveitin hefur á undanförnum árum staðið fyrir kynningar- og fræðslustarfi fyrir grunnskólanemendur. Helstu tímamótin á samningstímanum eru þau að menningarhúsið Hof verður tekið í notkun en þar verður aðalstarfsvettvangur hljómsveitarinnar. Þetta kemur til með að breyta möguleikum hljómsveitarinnar, auk þess sem áheyrendum verður boðið upp á fyrirmyndaraðstöðu. Stefnt er að því að hljómsveitin haldi tónleika mánaðarlega yfir vetrartímann eftir að hún flytur í Hof. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, er að sögn ákaflega ánægð með nýja samninginn. Hún segir bæjarbúa stolta af hljómsveitinni, en starfsemi hennar sé eitt af því sem hefur eflt og styrkt ímynd Akureyrar á undanförnum árum.
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira