Karlmaður hyggst kæra ráðherra fyrir að hagnast á vændi 24. mars 2007 19:00 Karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt erlendri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt í ríkissjóð af því sem hann fékk fyrir. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra fyrir að hagnast á vændi.Karlmaðurinn leitaði til fréttastofu í dag og afhenti þar bréf, undirritað af ráðvilltri karlhóru í 101 Reykjavík. Í bréfinu segist hann vilja fá botn í ný lög sem leyfa vændi á Íslandi. Orðrétt segir hann: "Ef ég skildi þetta rétt þá má ég selja líkama minn og löglegt er að kaupa vændi, en þriðji aðili má ekki hagnast á vændinu að viðlögðum refsingum."Karlmaðurinn segist búinn að útvega sér virðisaukanúmer, orðinn sjálfstæður atvinnurekandi og búinn að afgreiða fyrsta viðskiptavininn, sem mun hafa verið pólsk fiskverkunarkona. Fyrir blíðuna rukkaði maðurinn tíu þúsund krónur. Af því hyggst hann greiða 2450 krónur í virðisaukaskatt. Þá spyr karlmaðurinn í bréfi sínu: "Ert þú þá búinn að hagnast Árni, fyrir hönd ríkisins sem þriðji aðili, ekki satt? Og ættir þá að sæta fangelsi eða sekt..."Karlmaðurinn ætlar, með stuðningi lögmanns síns, að kæra fjármálaráðherra eftir helgi fyrir að hagnast sem þriðji aðili á vændi. En samkvæmt nýsamþykktri breytingu á hegningarlögum stendur að hver sem hefur tekjur af vændi annarra, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum en sektum eða fangelsi allt að einu ári ef málsbætur eru.Aðstoðarmaður fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því í dag en vísaði á ríkisskattstjóra sem væri yfirmaður skattheimtu í landinu. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt erlendri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt í ríkissjóð af því sem hann fékk fyrir. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra fyrir að hagnast á vændi.Karlmaðurinn leitaði til fréttastofu í dag og afhenti þar bréf, undirritað af ráðvilltri karlhóru í 101 Reykjavík. Í bréfinu segist hann vilja fá botn í ný lög sem leyfa vændi á Íslandi. Orðrétt segir hann: "Ef ég skildi þetta rétt þá má ég selja líkama minn og löglegt er að kaupa vændi, en þriðji aðili má ekki hagnast á vændinu að viðlögðum refsingum."Karlmaðurinn segist búinn að útvega sér virðisaukanúmer, orðinn sjálfstæður atvinnurekandi og búinn að afgreiða fyrsta viðskiptavininn, sem mun hafa verið pólsk fiskverkunarkona. Fyrir blíðuna rukkaði maðurinn tíu þúsund krónur. Af því hyggst hann greiða 2450 krónur í virðisaukaskatt. Þá spyr karlmaðurinn í bréfi sínu: "Ert þú þá búinn að hagnast Árni, fyrir hönd ríkisins sem þriðji aðili, ekki satt? Og ættir þá að sæta fangelsi eða sekt..."Karlmaðurinn ætlar, með stuðningi lögmanns síns, að kæra fjármálaráðherra eftir helgi fyrir að hagnast sem þriðji aðili á vændi. En samkvæmt nýsamþykktri breytingu á hegningarlögum stendur að hver sem hefur tekjur af vændi annarra, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum en sektum eða fangelsi allt að einu ári ef málsbætur eru.Aðstoðarmaður fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því í dag en vísaði á ríkisskattstjóra sem væri yfirmaður skattheimtu í landinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira