Biðu 15 tíma eftir TF-LÍF 25. mars 2007 12:02 Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna. Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna.
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira