Munnlegur málflutningur hófst í Baugsmálinu klukkan níu í morgun. Búist er við að það taki Sigurð Tómas Magnússon saksóknara tvo daga að flytja mál sitt, Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þurfi aðra tvo daga, Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs þurfi dagpart til að flytja sína vörn og Bryjnar Níelsson verjand Jóns Geralds Sullenberger, þurfi annan dagpart. Málið verði svo dómtekið á fimmtudag. Vegna umfangs málsins er ekki gert ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp innan þriggja vikna, eins og venjan er, heldur dragist það eitthvað fram í maímánuð.

