Sigurður sagði að framburður Jóns Geralds um meintan tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem getið er í 15. ákærulið samræmast framburði annarra sem kæmu að málinu nema Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar.
Þá fjallaði Sigurður Tómas um 14. ákærulið málsins í morgun og sagði viðskipti með hlutabréf í Arcadia, sem Baugur seldi Kaupþingi og keypti svo aftur, hefðu ekki átt sér stað þar sem Kaupþing hafi aldrei fengið bréfin. Sala á bréfunum var færð í bókhald Baugs rekstrarárið 2000. Reynt hefði verið að gera hlut Tryggva Jónssonar sem minnstan en hann og Jón Ásgeir hefðu báðir vitað hvað hinn var að gera og hefðu haft harðan ásetning í brotinu.
Kreditreikningur og kredityfirlýsing frá SMS í Færeyjum og Nordica í Bandaríkjunum í bókhaldi Baugs, voru tilhæfulausir að sögn Sigurðar Tómasar og ekki færðir í bókhald þeirra félaga Jón Gerald hefði viðurkennt að hafa búið til kreditreikninginn frá Nordica að beiðni Tryggva. Í öðrum löndum þar sem hlutabréfaviðskipti eigi sér stað hefðu þessi brot verið litin gríðarlega alvarlegum augum.
Málflutningur saksóknara heldur áfram í dag og verður farið yfir meintan fjárdrátt Jóns Ásgeirs og Tryggva, meðal annars í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking.