Tímaspursmál um alvarlegt slys á Gjábakkavegi 27. mars 2007 14:41 MYND/Bjarni Daníelsson Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni. Björgunarsveitin fari í fjölmörg útköll yfir vetrartímann til að bjarga fólki þaðan. Í gær voru aðstæður þannig að vatn og krapi lá yfir völlunum. Tveir karlmenn á vel búnum jeppa reyndu að keyra veginn sem var á floti. Þeir fóru út af honum með þeim afleiðingum að bíllinn sökk að hluta í vatnið. Mennirnir voru búnir að vera í um klukkustund á þaki bifreiðarinnar þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Mennirnir komust að sjálfsdáðum upp á þak bifreiðarinnar, en voru búnir að vera þar í um klukkustund þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni. Björgunarsveitin fari í fjölmörg útköll yfir vetrartímann til að bjarga fólki þaðan. Í gær voru aðstæður þannig að vatn og krapi lá yfir völlunum. Tveir karlmenn á vel búnum jeppa reyndu að keyra veginn sem var á floti. Þeir fóru út af honum með þeim afleiðingum að bíllinn sökk að hluta í vatnið. Mennirnir voru búnir að vera í um klukkustund á þaki bifreiðarinnar þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Mennirnir komust að sjálfsdáðum upp á þak bifreiðarinnar, en voru búnir að vera þar í um klukkustund þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu.
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira