Ungbarnadauði minnstur og íslenskir karlar áfram elstir í heimi 28. mars 2007 09:10 MYND/Getty Images Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi og íslenskir karlmenn verða allra karla elstir. Þeir ná að meðaltali 79,4 ára aldri. Konur verða að meðaltali 83 ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands frá árunum 2005 og 2006. Lífslíkur íslenskra kvenna voru lengi betri en kynsystra þeirra í öðrum löndum. Nú verða japanskar konur hins vegar elstar, þá svissneskar og síðan spænskar. Nokkuð hefur dregið saman með ævilengd kynjanna á Íslandi. Nú er munurinn 3,6 ár. Hann var um sex ár ár á sjöunda og áttunda áratugnum. Mestur munur á ævilengd kynjanna er í löndum sem heyrðu áður undir Sovétríkin. Í Rússlandi er meira en þrettán ára munur. Þar geta karlar einungis vænst þess að verða tæplega 59 ára en konur rúmlega 72 ára. Ævilengd þeirra hefust styst frá árinu 1990. Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi eða 2,4 miðað við hver þúsund börn sem deyja á fyrsta ári. Á heimsvísu kemur Japan næst með 3,0 og síðan norðurlöndin Svíþjóð, Noregur og Finnland. Í þessum löndum hefur ungbarnadauði minnkað um helming frá upphafi tíunda áratugarins. Í flestum ríkjum Evrópu er ungbarnadauði nú 5 af eitt þúsund. Á Íslandi létust rétt um 1.900 einstaklingar á árinu 2006. Þar af voru 959 karlar og 942 konur. Dánartíðni er 6,2 á hverja eitt þúsund íbúa. Aldursbundin dánartíðni er hærri meðal karla í nær öllum aldurshópum, sérstaklega hjá einstaklingum á aldrinum 20-40 ára. Hún er hins vegar jöfn meðal einstaklinga undir tvítugu. Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi og íslenskir karlmenn verða allra karla elstir. Þeir ná að meðaltali 79,4 ára aldri. Konur verða að meðaltali 83 ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands frá árunum 2005 og 2006. Lífslíkur íslenskra kvenna voru lengi betri en kynsystra þeirra í öðrum löndum. Nú verða japanskar konur hins vegar elstar, þá svissneskar og síðan spænskar. Nokkuð hefur dregið saman með ævilengd kynjanna á Íslandi. Nú er munurinn 3,6 ár. Hann var um sex ár ár á sjöunda og áttunda áratugnum. Mestur munur á ævilengd kynjanna er í löndum sem heyrðu áður undir Sovétríkin. Í Rússlandi er meira en þrettán ára munur. Þar geta karlar einungis vænst þess að verða tæplega 59 ára en konur rúmlega 72 ára. Ævilengd þeirra hefust styst frá árinu 1990. Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi eða 2,4 miðað við hver þúsund börn sem deyja á fyrsta ári. Á heimsvísu kemur Japan næst með 3,0 og síðan norðurlöndin Svíþjóð, Noregur og Finnland. Í þessum löndum hefur ungbarnadauði minnkað um helming frá upphafi tíunda áratugarins. Í flestum ríkjum Evrópu er ungbarnadauði nú 5 af eitt þúsund. Á Íslandi létust rétt um 1.900 einstaklingar á árinu 2006. Þar af voru 959 karlar og 942 konur. Dánartíðni er 6,2 á hverja eitt þúsund íbúa. Aldursbundin dánartíðni er hærri meðal karla í nær öllum aldurshópum, sérstaklega hjá einstaklingum á aldrinum 20-40 ára. Hún er hins vegar jöfn meðal einstaklinga undir tvítugu.
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira