Ungbarnadauði minnstur og íslenskir karlar áfram elstir í heimi 28. mars 2007 09:10 MYND/Getty Images Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi og íslenskir karlmenn verða allra karla elstir. Þeir ná að meðaltali 79,4 ára aldri. Konur verða að meðaltali 83 ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands frá árunum 2005 og 2006. Lífslíkur íslenskra kvenna voru lengi betri en kynsystra þeirra í öðrum löndum. Nú verða japanskar konur hins vegar elstar, þá svissneskar og síðan spænskar. Nokkuð hefur dregið saman með ævilengd kynjanna á Íslandi. Nú er munurinn 3,6 ár. Hann var um sex ár ár á sjöunda og áttunda áratugnum. Mestur munur á ævilengd kynjanna er í löndum sem heyrðu áður undir Sovétríkin. Í Rússlandi er meira en þrettán ára munur. Þar geta karlar einungis vænst þess að verða tæplega 59 ára en konur rúmlega 72 ára. Ævilengd þeirra hefust styst frá árinu 1990. Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi eða 2,4 miðað við hver þúsund börn sem deyja á fyrsta ári. Á heimsvísu kemur Japan næst með 3,0 og síðan norðurlöndin Svíþjóð, Noregur og Finnland. Í þessum löndum hefur ungbarnadauði minnkað um helming frá upphafi tíunda áratugarins. Í flestum ríkjum Evrópu er ungbarnadauði nú 5 af eitt þúsund. Á Íslandi létust rétt um 1.900 einstaklingar á árinu 2006. Þar af voru 959 karlar og 942 konur. Dánartíðni er 6,2 á hverja eitt þúsund íbúa. Aldursbundin dánartíðni er hærri meðal karla í nær öllum aldurshópum, sérstaklega hjá einstaklingum á aldrinum 20-40 ára. Hún er hins vegar jöfn meðal einstaklinga undir tvítugu. Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi og íslenskir karlmenn verða allra karla elstir. Þeir ná að meðaltali 79,4 ára aldri. Konur verða að meðaltali 83 ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands frá árunum 2005 og 2006. Lífslíkur íslenskra kvenna voru lengi betri en kynsystra þeirra í öðrum löndum. Nú verða japanskar konur hins vegar elstar, þá svissneskar og síðan spænskar. Nokkuð hefur dregið saman með ævilengd kynjanna á Íslandi. Nú er munurinn 3,6 ár. Hann var um sex ár ár á sjöunda og áttunda áratugnum. Mestur munur á ævilengd kynjanna er í löndum sem heyrðu áður undir Sovétríkin. Í Rússlandi er meira en þrettán ára munur. Þar geta karlar einungis vænst þess að verða tæplega 59 ára en konur rúmlega 72 ára. Ævilengd þeirra hefust styst frá árinu 1990. Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi eða 2,4 miðað við hver þúsund börn sem deyja á fyrsta ári. Á heimsvísu kemur Japan næst með 3,0 og síðan norðurlöndin Svíþjóð, Noregur og Finnland. Í þessum löndum hefur ungbarnadauði minnkað um helming frá upphafi tíunda áratugarins. Í flestum ríkjum Evrópu er ungbarnadauði nú 5 af eitt þúsund. Á Íslandi létust rétt um 1.900 einstaklingar á árinu 2006. Þar af voru 959 karlar og 942 konur. Dánartíðni er 6,2 á hverja eitt þúsund íbúa. Aldursbundin dánartíðni er hærri meðal karla í nær öllum aldurshópum, sérstaklega hjá einstaklingum á aldrinum 20-40 ára. Hún er hins vegar jöfn meðal einstaklinga undir tvítugu.
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira