Þá skoraði Jason Richardson átta þriggja stiga körfur og samtals 36 stig í sigri Golden State Warriors á Phoenix Suns en fyrrnefnda liðið stefnir hraðbyri á sæti í úrslitakeppni Vesturdeildar. Lokatölur urðu 124-119.
Í þriðja og síðasta leiknum í NBA-deildinni í nótt lögðu Memphis Grizzzlies Portland Trail Blazers 96-92. 43 stig og 17 fráköst Zachs Randolphs fyrir Portland dugðu ekki en um var að ræða persónulegt stigamet hjá leikmanninum.