Hæstiréttur staðfesti dóm í máli öryrkja 30. mars 2007 20:15 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa. Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa.
Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira