Enn skorar Kobe yfir 50 stig 31. mars 2007 11:11 Getty Images Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento. NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento.
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira