Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum 1. apríl 2007 18:59 Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira