Þrír flokkar vilja græna skatta 15. apríl 2007 18:40 Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi. Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira