Erlent

NASA birtir þrívíddarmyndir af sólinni

MYND/AP

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, birti dag fyrstu þrívíddarmyndirnar sem teknar hafa verið af sólinni. Myndirnar voru teknar með tveimur gervitunglum sem eru hvort sínum megin sólarinnar en með því að hafa þá þannig og taka mynd náði Nasa dýptinni í myndunum.

Vonast er til að hægt verði að nota þrívíddarmyndirnar til þess að spá betur fyrir um sólgos en þau geta meðal annars haft áhrif á raflínur og gervihnattasamskipit á jörðu niðri. Norðurljósin má jafnframt rekja til sólgosa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×