Markmiðið að tryggja sameiginlega hagsmuni 27. apríl 2007 12:36 Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi. Samkomulagið við Norðmenn og viljayfirlýsingin við Dani voru undirrituð í Ósló í Noregi í gær en þar stendur nú óformlegur fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna. Með þessu er eftirlit bæði á láði og legi aukið.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir ljóst að með hlýnun loftslags verði meiri umferð á hafinu meðal annars frá hendi Norðmanna og Rússa í olíu- og gasflutningum. Þessir flutningar fari nærri Íslandi og því mikilvægt fyrir Íslendinga að eiga þetta samstarf svo forða megi slysum vegna flutninganna.Samskipti ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála eru aukin og funda embættismenn ríkjanna þriggja á hálfs árs fresti um þau mál sem brenna á þeim.Norðmenn og Danir leggja sitt af mörkum til þjálfunar og menntunar íslensks starfsliðs. Samið verður nánar um það í hverju tilviki. Í samkomulaginu við Norðmenn er sérstaklega tiltekið að haldið verði áfram með námskeið fyrir Íslendinga í upplýsingaöflun og um öryggismál.Samstarf Íslendinga og Dana í almannavarnarmálum verður eflt og lögð drög að samkomulagi við Norðmenn í þessum málaflokki, meðal annars tengt kaupum á björgunarþyrlum.Enn verða skipti á trúnaðarupplýsingum milli landanna en samkvæmt samningunum verður öllum reglum og lögum fylgt í þeim efnum til að tryggja að þær rati ekki í hendur þriðja aðila.Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins var í hádegisviðtali Stöðvar 2 um samningana. Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi. Samkomulagið við Norðmenn og viljayfirlýsingin við Dani voru undirrituð í Ósló í Noregi í gær en þar stendur nú óformlegur fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna. Með þessu er eftirlit bæði á láði og legi aukið.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir ljóst að með hlýnun loftslags verði meiri umferð á hafinu meðal annars frá hendi Norðmanna og Rússa í olíu- og gasflutningum. Þessir flutningar fari nærri Íslandi og því mikilvægt fyrir Íslendinga að eiga þetta samstarf svo forða megi slysum vegna flutninganna.Samskipti ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála eru aukin og funda embættismenn ríkjanna þriggja á hálfs árs fresti um þau mál sem brenna á þeim.Norðmenn og Danir leggja sitt af mörkum til þjálfunar og menntunar íslensks starfsliðs. Samið verður nánar um það í hverju tilviki. Í samkomulaginu við Norðmenn er sérstaklega tiltekið að haldið verði áfram með námskeið fyrir Íslendinga í upplýsingaöflun og um öryggismál.Samstarf Íslendinga og Dana í almannavarnarmálum verður eflt og lögð drög að samkomulagi við Norðmenn í þessum málaflokki, meðal annars tengt kaupum á björgunarþyrlum.Enn verða skipti á trúnaðarupplýsingum milli landanna en samkvæmt samningunum verður öllum reglum og lögum fylgt í þeim efnum til að tryggja að þær rati ekki í hendur þriðja aðila.Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins var í hádegisviðtali Stöðvar 2 um samningana.
Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira