Meistarar Miami á leið úr keppni 28. apríl 2007 14:10 Shaquille O´Neal og félagar eru hársbreidd frá því að fara snemma í sumarfrí NordicPhotos/GettyImages Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira