Meistarar Miami á leið úr keppni 28. apríl 2007 14:10 Shaquille O´Neal og félagar eru hársbreidd frá því að fara snemma í sumarfrí NordicPhotos/GettyImages Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið. NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið.
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum