Hugsanlega boðað til kosninga Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 19:15 Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag. Stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði um forseta fyrir helgi og skutu málinu til dómstólsins. Deilt er um Abdullah Gul, dómsmálaráðherra, sem sækist eftir embættinu. Margir Tyrkir óttast að verði hann fyrir valinu verði skilin milli stjórnmála og trúarbragða í Tyrklandi óskýrari. Gul er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra. Þing kýs forseta. Fái frambjóðandi ekki 2/3 atkvæða í tveimur umferðum er kosið á ný tvívegis og þarf þá einfaldan meirihluta. Ef engin frambjóðandi fær hann þarf að kjósa nýtt þing. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að það verði gert nú þegar þar sem hún tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunum. Önnur atvkæðagreiðslan var fyrirhuguð á morgun en nú síðdegis var ákveðið að fresta henni. Stjórnarflokkarnir ætla þó að halda málinu til streitu. Stjórnmálaskýrendur segja Erdogan hafa tvo leiki í stöðunni. Hann geti valið annan frambjóðanda en Gul eða boðað til kosninga. Telja margir síðari kostinn líklegri en fyrst muni forsætisráðherrann reyna hvað hann geti til að forðast það. Loftið er lævi blandið í Tyrklandi þessa dagana og var það augljóst þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Istanbúl í dag. Forkólkfar verkalýðsfélaga höfuð komið saman við Taksim-torg í miðborginni til að minnast þeirra rúmlega þrjátíu sem féllu þegar byssumenn skutu þar á kröfugöngu fyrir þrjátíu árum. Minningarathöfn leystist upp í mótmæli þar sem lögregla beitti vatnsþrýstibyssum og táragasi. Lögregla segir suma mótmælendur hafa verið vopnaða hnífum, byssum og eldsprengjum. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag. Stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði um forseta fyrir helgi og skutu málinu til dómstólsins. Deilt er um Abdullah Gul, dómsmálaráðherra, sem sækist eftir embættinu. Margir Tyrkir óttast að verði hann fyrir valinu verði skilin milli stjórnmála og trúarbragða í Tyrklandi óskýrari. Gul er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra. Þing kýs forseta. Fái frambjóðandi ekki 2/3 atkvæða í tveimur umferðum er kosið á ný tvívegis og þarf þá einfaldan meirihluta. Ef engin frambjóðandi fær hann þarf að kjósa nýtt þing. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að það verði gert nú þegar þar sem hún tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunum. Önnur atvkæðagreiðslan var fyrirhuguð á morgun en nú síðdegis var ákveðið að fresta henni. Stjórnarflokkarnir ætla þó að halda málinu til streitu. Stjórnmálaskýrendur segja Erdogan hafa tvo leiki í stöðunni. Hann geti valið annan frambjóðanda en Gul eða boðað til kosninga. Telja margir síðari kostinn líklegri en fyrst muni forsætisráðherrann reyna hvað hann geti til að forðast það. Loftið er lævi blandið í Tyrklandi þessa dagana og var það augljóst þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Istanbúl í dag. Forkólkfar verkalýðsfélaga höfuð komið saman við Taksim-torg í miðborginni til að minnast þeirra rúmlega þrjátíu sem féllu þegar byssumenn skutu þar á kröfugöngu fyrir þrjátíu árum. Minningarathöfn leystist upp í mótmæli þar sem lögregla beitti vatnsþrýstibyssum og táragasi. Lögregla segir suma mótmælendur hafa verið vopnaða hnífum, byssum og eldsprengjum. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira