Hugsanlega boðað til kosninga Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 19:15 Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag. Stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði um forseta fyrir helgi og skutu málinu til dómstólsins. Deilt er um Abdullah Gul, dómsmálaráðherra, sem sækist eftir embættinu. Margir Tyrkir óttast að verði hann fyrir valinu verði skilin milli stjórnmála og trúarbragða í Tyrklandi óskýrari. Gul er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra. Þing kýs forseta. Fái frambjóðandi ekki 2/3 atkvæða í tveimur umferðum er kosið á ný tvívegis og þarf þá einfaldan meirihluta. Ef engin frambjóðandi fær hann þarf að kjósa nýtt þing. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að það verði gert nú þegar þar sem hún tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunum. Önnur atvkæðagreiðslan var fyrirhuguð á morgun en nú síðdegis var ákveðið að fresta henni. Stjórnarflokkarnir ætla þó að halda málinu til streitu. Stjórnmálaskýrendur segja Erdogan hafa tvo leiki í stöðunni. Hann geti valið annan frambjóðanda en Gul eða boðað til kosninga. Telja margir síðari kostinn líklegri en fyrst muni forsætisráðherrann reyna hvað hann geti til að forðast það. Loftið er lævi blandið í Tyrklandi þessa dagana og var það augljóst þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Istanbúl í dag. Forkólkfar verkalýðsfélaga höfuð komið saman við Taksim-torg í miðborginni til að minnast þeirra rúmlega þrjátíu sem féllu þegar byssumenn skutu þar á kröfugöngu fyrir þrjátíu árum. Minningarathöfn leystist upp í mótmæli þar sem lögregla beitti vatnsþrýstibyssum og táragasi. Lögregla segir suma mótmælendur hafa verið vopnaða hnífum, byssum og eldsprengjum. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir. Erlent Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag. Stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði um forseta fyrir helgi og skutu málinu til dómstólsins. Deilt er um Abdullah Gul, dómsmálaráðherra, sem sækist eftir embættinu. Margir Tyrkir óttast að verði hann fyrir valinu verði skilin milli stjórnmála og trúarbragða í Tyrklandi óskýrari. Gul er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra. Þing kýs forseta. Fái frambjóðandi ekki 2/3 atkvæða í tveimur umferðum er kosið á ný tvívegis og þarf þá einfaldan meirihluta. Ef engin frambjóðandi fær hann þarf að kjósa nýtt þing. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að það verði gert nú þegar þar sem hún tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunum. Önnur atvkæðagreiðslan var fyrirhuguð á morgun en nú síðdegis var ákveðið að fresta henni. Stjórnarflokkarnir ætla þó að halda málinu til streitu. Stjórnmálaskýrendur segja Erdogan hafa tvo leiki í stöðunni. Hann geti valið annan frambjóðanda en Gul eða boðað til kosninga. Telja margir síðari kostinn líklegri en fyrst muni forsætisráðherrann reyna hvað hann geti til að forðast það. Loftið er lævi blandið í Tyrklandi þessa dagana og var það augljóst þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Istanbúl í dag. Forkólkfar verkalýðsfélaga höfuð komið saman við Taksim-torg í miðborginni til að minnast þeirra rúmlega þrjátíu sem féllu þegar byssumenn skutu þar á kröfugöngu fyrir þrjátíu árum. Minningarathöfn leystist upp í mótmæli þar sem lögregla beitti vatnsþrýstibyssum og táragasi. Lögregla segir suma mótmælendur hafa verið vopnaða hnífum, byssum og eldsprengjum. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir.
Erlent Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira