Hugsanlega boðað til kosninga Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 19:15 Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag. Stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði um forseta fyrir helgi og skutu málinu til dómstólsins. Deilt er um Abdullah Gul, dómsmálaráðherra, sem sækist eftir embættinu. Margir Tyrkir óttast að verði hann fyrir valinu verði skilin milli stjórnmála og trúarbragða í Tyrklandi óskýrari. Gul er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra. Þing kýs forseta. Fái frambjóðandi ekki 2/3 atkvæða í tveimur umferðum er kosið á ný tvívegis og þarf þá einfaldan meirihluta. Ef engin frambjóðandi fær hann þarf að kjósa nýtt þing. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að það verði gert nú þegar þar sem hún tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunum. Önnur atvkæðagreiðslan var fyrirhuguð á morgun en nú síðdegis var ákveðið að fresta henni. Stjórnarflokkarnir ætla þó að halda málinu til streitu. Stjórnmálaskýrendur segja Erdogan hafa tvo leiki í stöðunni. Hann geti valið annan frambjóðanda en Gul eða boðað til kosninga. Telja margir síðari kostinn líklegri en fyrst muni forsætisráðherrann reyna hvað hann geti til að forðast það. Loftið er lævi blandið í Tyrklandi þessa dagana og var það augljóst þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Istanbúl í dag. Forkólkfar verkalýðsfélaga höfuð komið saman við Taksim-torg í miðborginni til að minnast þeirra rúmlega þrjátíu sem féllu þegar byssumenn skutu þar á kröfugöngu fyrir þrjátíu árum. Minningarathöfn leystist upp í mótmæli þar sem lögregla beitti vatnsþrýstibyssum og táragasi. Lögregla segir suma mótmælendur hafa verið vopnaða hnífum, byssum og eldsprengjum. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag. Stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði um forseta fyrir helgi og skutu málinu til dómstólsins. Deilt er um Abdullah Gul, dómsmálaráðherra, sem sækist eftir embættinu. Margir Tyrkir óttast að verði hann fyrir valinu verði skilin milli stjórnmála og trúarbragða í Tyrklandi óskýrari. Gul er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra. Þing kýs forseta. Fái frambjóðandi ekki 2/3 atkvæða í tveimur umferðum er kosið á ný tvívegis og þarf þá einfaldan meirihluta. Ef engin frambjóðandi fær hann þarf að kjósa nýtt þing. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að það verði gert nú þegar þar sem hún tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunum. Önnur atvkæðagreiðslan var fyrirhuguð á morgun en nú síðdegis var ákveðið að fresta henni. Stjórnarflokkarnir ætla þó að halda málinu til streitu. Stjórnmálaskýrendur segja Erdogan hafa tvo leiki í stöðunni. Hann geti valið annan frambjóðanda en Gul eða boðað til kosninga. Telja margir síðari kostinn líklegri en fyrst muni forsætisráðherrann reyna hvað hann geti til að forðast það. Loftið er lævi blandið í Tyrklandi þessa dagana og var það augljóst þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Istanbúl í dag. Forkólkfar verkalýðsfélaga höfuð komið saman við Taksim-torg í miðborginni til að minnast þeirra rúmlega þrjátíu sem féllu þegar byssumenn skutu þar á kröfugöngu fyrir þrjátíu árum. Minningarathöfn leystist upp í mótmæli þar sem lögregla beitti vatnsþrýstibyssum og táragasi. Lögregla segir suma mótmælendur hafa verið vopnaða hnífum, byssum og eldsprengjum. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira