Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu á hádegi í dag. Um er að ræða 18 ákæruliði í endurákæru sem Sigurður Tómas Magnússon gaf út eftir að 32 ákæruliðum í Baugsmálinu hinu fyrra var vísað frá dómi.
Þrír eru ákærðir í málinu, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri félagsins og Jón Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugsmanna. Ákæruliðirnir lúta að meintum ólöglegum lánveitingum, bókhaldsbrotum og fjárdrætti.