Phoenix komið í aðra umferð 3. maí 2007 12:10 NordicPhotos/GettyImages Phoenix Suns tryggði sér í nótt sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni með 119-110 sigri á LA Lakers á heimavelli sínum í fimmta leik liðanna. Phoenix var í fluggírnum í gær eins og í öllu einvíginu og reyndist einfaldlega of stór biti fyrir Lakers til að kyngja. Phoenix vann einvígið 4-1 og mætir San Antonio í næstu umferð. Phoenix var yfir frá fyrstu mínútu leiksins og náði til að mynda 15 stiga forystu strax í öðrum leikhluta, en gestirnir neituðu að gefast upp. "Við burstuðum þá ekki, en þetta var nokkuð þægilegur leikur og við lentum aldrei í vandræðum. Við hefðum ef til vill geta spilað betur, en við vorum að spila við lið sem hafði engu að tapa - allir bjuggust við sigri okkar í kvöld," sagði Steve Nash hjá Phoenix. Kobe Bryant var mjög svekktur eftir leikinn og sagði að Lakers yrði að gera breytingar ef það ætlaði sér að ná árangri. "Breytingar - og það strax," sagði hann. "Það er svekkjandi fyrir mig að liðið skuli enn vera á byrjunareit eftir þriggja ára uppbyggingu. Sumarið í sumar er stórt sumar. Við þurfum að skoða vandlega hvað við ætlum að gera sem félag og taka þau skref sem þarf að taka strax," sagði Bryant. Amare Stoudemire var stigahæstur í Phoenix liðinu í nótt með 27 stig og 16 fráköst, Shawn Marion skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum og Steve Nash bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Nú er ljóst að það verða San Antonio og Phoenix sem mætast í undanúrsiltum Vesturdeiildarinnar og þar er á ferðinni mjög áhugavert einvígi. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers emð 34 stig, Lamar Odom skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst, en næstur kom Ronny Turiaf með 12 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Phoenix Suns tryggði sér í nótt sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni með 119-110 sigri á LA Lakers á heimavelli sínum í fimmta leik liðanna. Phoenix var í fluggírnum í gær eins og í öllu einvíginu og reyndist einfaldlega of stór biti fyrir Lakers til að kyngja. Phoenix vann einvígið 4-1 og mætir San Antonio í næstu umferð. Phoenix var yfir frá fyrstu mínútu leiksins og náði til að mynda 15 stiga forystu strax í öðrum leikhluta, en gestirnir neituðu að gefast upp. "Við burstuðum þá ekki, en þetta var nokkuð þægilegur leikur og við lentum aldrei í vandræðum. Við hefðum ef til vill geta spilað betur, en við vorum að spila við lið sem hafði engu að tapa - allir bjuggust við sigri okkar í kvöld," sagði Steve Nash hjá Phoenix. Kobe Bryant var mjög svekktur eftir leikinn og sagði að Lakers yrði að gera breytingar ef það ætlaði sér að ná árangri. "Breytingar - og það strax," sagði hann. "Það er svekkjandi fyrir mig að liðið skuli enn vera á byrjunareit eftir þriggja ára uppbyggingu. Sumarið í sumar er stórt sumar. Við þurfum að skoða vandlega hvað við ætlum að gera sem félag og taka þau skref sem þarf að taka strax," sagði Bryant. Amare Stoudemire var stigahæstur í Phoenix liðinu í nótt með 27 stig og 16 fráköst, Shawn Marion skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum og Steve Nash bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Nú er ljóst að það verða San Antonio og Phoenix sem mætast í undanúrsiltum Vesturdeiildarinnar og þar er á ferðinni mjög áhugavert einvígi. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers emð 34 stig, Lamar Odom skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst, en næstur kom Ronny Turiaf með 12 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira