Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum 11. maí 2007 12:03 Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag. Kosningar 2007 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag.
Kosningar 2007 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira