Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum 11. maí 2007 12:03 Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag. Kosningar 2007 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag.
Kosningar 2007 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira