Erlendir farandsalar í haldi lögreglu
Þrír útlendingar eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði síðan í gærkvöldi, grunaðir um að stunda ólöglega farandsölu. Þeir eru á sendiferðabíl á erlendum númerum og hafa gengið í hús og reynt að selja myndir. Það eru einkum blýantsteikningar af köttum, fuglum og öðrum skepnum og mun gangverðið vera um tvö þúsund og fimm hundruð krónur á mynd. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag og góssið í sendibílnum kannað til hlítar.