Sannfærandi sigur hjá San Antonio 23. maí 2007 05:20 Bruce Bowen og Tim Duncan ræða hér málin í leiknum í nótt, sem var að heita má eign heimamanna NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta skildi á milli þar sem San Antonio hafði betur 32-17 og leiddi því í hálfleik 56-41. Heimamenn náðu mest yfir 20 stiga forystu líkt og í fyrsta leiknum, en þó Utah næði alltaf að minnka forskotið niður fyrir 10 stigin - var sigur heimamanna aldrei í hættu. Utah fann engin svör við stórleik Tony Parker sem fékk að valsa inn í teiginn og skapaði skot fyrir sjálfan sig og félaga sína fyrir utan þriggja stiga línuna. "Þetta er það sem þeir eru að gefa okkur. Ég er að keyra inn í teiginn og þeir neyða okkur til að taka langskotin - og við erum að setja þau niður," sagði Tony Parker, sem hitti öllum 6 skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum. "Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum enn ekki gert neitt annað en að halda heimavellinum. Þeir eiga eftir að mæta grimmir til leiks í Utah og þar verðum við að spila enn betur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio. "Við skutum okkur í fótinn í hvert sinn sem við komum okkur í færi til að jafna leikinn og gerðum sjálfum okkur lífið leitt. Þeir nýttu sér það til fullnustu í þessum leik," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. San Antonio vann baráttuna um fráköstin 44-35 og það hafði mikið að segja fyrir heimamenn sem töpuðu 23 boltum í leiknum sem er óvenju mikið á þeim bænum. Gregg Popovich þjálfari var spurður út í yfirburði hans manna í fráköstunum. "Ég sagði þeim bara að vera grimmari í fráköstunum eða eitthvað álíka töfrandi," sagði hinn kaldhæðni þjálfari Spurs. Tim Duncan hafði í raun hljótt um sig í sóknarleiknum en var samt stigahæstur heimamanna með 26 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot. Tony Parker skoraði 17 stig og setti persónulegt met í úrslitakeppni með 14 stoðsendingum. Manu Ginobili skoraði einnig 17 stig og Fabricio Oberto skoraði 14 stig og hirti 7 fráköst. Michael Finley, Bruce Bowen, Manu Ginobili og Brent Barry settu hver niður sína þrjá þristana í leiknum og alls nýtti San Antonio helming 26 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Carlos Boozer átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna en hann hristi það af sér í nótt og bar af í liði Utah með 33 stigum og 15 fráköstum. Deron Williams átti einnig ágætan leik með 26 stig og 10 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig. Lykilleikmenn Utah á borð við Mehmet Okur, Derek Fisher og Matt Harpring voru úti á þekju í leiknum og fundu aldrei taktinn. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í nótt. Næsti leikur fer fram í Salt Lake City á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Enginn leikur er á dagskrá í úrslitakeppninni í kvöld en fjörið heldur áfram á fimmtudagskvöldið þegar Detroit og Cleveland mætast öðru sinni í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn - eins og raunar allir leikir það sem eftir er í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta skildi á milli þar sem San Antonio hafði betur 32-17 og leiddi því í hálfleik 56-41. Heimamenn náðu mest yfir 20 stiga forystu líkt og í fyrsta leiknum, en þó Utah næði alltaf að minnka forskotið niður fyrir 10 stigin - var sigur heimamanna aldrei í hættu. Utah fann engin svör við stórleik Tony Parker sem fékk að valsa inn í teiginn og skapaði skot fyrir sjálfan sig og félaga sína fyrir utan þriggja stiga línuna. "Þetta er það sem þeir eru að gefa okkur. Ég er að keyra inn í teiginn og þeir neyða okkur til að taka langskotin - og við erum að setja þau niður," sagði Tony Parker, sem hitti öllum 6 skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum. "Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum enn ekki gert neitt annað en að halda heimavellinum. Þeir eiga eftir að mæta grimmir til leiks í Utah og þar verðum við að spila enn betur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio. "Við skutum okkur í fótinn í hvert sinn sem við komum okkur í færi til að jafna leikinn og gerðum sjálfum okkur lífið leitt. Þeir nýttu sér það til fullnustu í þessum leik," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. San Antonio vann baráttuna um fráköstin 44-35 og það hafði mikið að segja fyrir heimamenn sem töpuðu 23 boltum í leiknum sem er óvenju mikið á þeim bænum. Gregg Popovich þjálfari var spurður út í yfirburði hans manna í fráköstunum. "Ég sagði þeim bara að vera grimmari í fráköstunum eða eitthvað álíka töfrandi," sagði hinn kaldhæðni þjálfari Spurs. Tim Duncan hafði í raun hljótt um sig í sóknarleiknum en var samt stigahæstur heimamanna með 26 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot. Tony Parker skoraði 17 stig og setti persónulegt met í úrslitakeppni með 14 stoðsendingum. Manu Ginobili skoraði einnig 17 stig og Fabricio Oberto skoraði 14 stig og hirti 7 fráköst. Michael Finley, Bruce Bowen, Manu Ginobili og Brent Barry settu hver niður sína þrjá þristana í leiknum og alls nýtti San Antonio helming 26 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Carlos Boozer átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna en hann hristi það af sér í nótt og bar af í liði Utah með 33 stigum og 15 fráköstum. Deron Williams átti einnig ágætan leik með 26 stig og 10 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig. Lykilleikmenn Utah á borð við Mehmet Okur, Derek Fisher og Matt Harpring voru úti á þekju í leiknum og fundu aldrei taktinn. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í nótt. Næsti leikur fer fram í Salt Lake City á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Enginn leikur er á dagskrá í úrslitakeppninni í kvöld en fjörið heldur áfram á fimmtudagskvöldið þegar Detroit og Cleveland mætast öðru sinni í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn - eins og raunar allir leikir það sem eftir er í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira