Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga Guðjón Helgason skrifar 24. maí 2007 12:30 Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. Ársskýrsla Amnesty International var kynnt í gær. Í henni er greint frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og þremur löndum. Grunnskilaboðin eru þau að voldugar ríkisstjórnir og vopnaðir hópar hafi magnað vísvitandi upp ótta meðal fólks í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal. Fjallað eru ástand á átakasvæðum víða um heim, þar á meðal í Darfur-héraði í Afríkuríkinu Súdan sem er lýst sem blæðandi sári á samvisku heimsins. Tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum og rúmlega tífallt fleiri hrakist frá heimilum sínum. Gagnkvæmt vantraust og leynimakk öflugustu ríkja Sameinuðu þjóðanna valdi því að þau geti ekki eða vilji bregaðst við mannréttindabrotum á svæðinu. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir alþjóðlega mannréttindasamninga og þau lönd sem eigi eftir að gerast aðilar að þeim eða fullgilda þá. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, bendir á að Íslendingar hafi enn ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Jóhanna segir nokkra aðra samninga sem íslensk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að fullgilda. Hún hvetur því nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í því að Íslendingar verði aðilar að öllum mikilvægustu mannréttindasamningum og sáttmálum. Fréttir Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. Ársskýrsla Amnesty International var kynnt í gær. Í henni er greint frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og þremur löndum. Grunnskilaboðin eru þau að voldugar ríkisstjórnir og vopnaðir hópar hafi magnað vísvitandi upp ótta meðal fólks í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal. Fjallað eru ástand á átakasvæðum víða um heim, þar á meðal í Darfur-héraði í Afríkuríkinu Súdan sem er lýst sem blæðandi sári á samvisku heimsins. Tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum og rúmlega tífallt fleiri hrakist frá heimilum sínum. Gagnkvæmt vantraust og leynimakk öflugustu ríkja Sameinuðu þjóðanna valdi því að þau geti ekki eða vilji bregaðst við mannréttindabrotum á svæðinu. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir alþjóðlega mannréttindasamninga og þau lönd sem eigi eftir að gerast aðilar að þeim eða fullgilda þá. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, bendir á að Íslendingar hafi enn ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Jóhanna segir nokkra aðra samninga sem íslensk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að fullgilda. Hún hvetur því nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í því að Íslendingar verði aðilar að öllum mikilvægustu mannréttindasamningum og sáttmálum.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira