Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku 30. maí 2007 14:41 MYND/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot, þar á meðal mjög alvarlegt brot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Ákæra á hendur manninum var í átta liðum og sneru fimm þeirra að kynferðisbrotum. Það alvarlegasta átti sér stað í janúar en í því var manninum gefið að sök að hafa lokkað fimm ára stúlku inn í kofa á leiksvæði og látið hana snerta lim sinn og hafa munnmök við sig. Maðurinn neitaði sök varðandi þennan ákærulið en viðurkenndi þó að hafa hitt stúlkuna á leiksvæðinu umræddan dag. Sagðist hann hafa verið þar að reykja og að hann hefði verið undir áhrifum lyfja. Lögregla fann sígrettustubb á vettvangi og leiddi rannsókn á honum í ljós að maðurinn hefði verið á staðnum. Í ljósi þess hve framburður stúlkunnar var stöðugur og um margt nákvæmur var maðurinn sakfelldur fyrir brotið. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sýnt annarri fimm ára stúlku getnaðarlim sinn á leiksvæði í desember í fyrra en var sýknaður af því þar sem ekki var talið sannað að hann hefði verið á umræddum stað á umræddum tíma. Segir í dómnum að þó að margt sé líkt með þessum atburði og þeim sem fyrr var nefndur nægi það ekki til þess að sakfella manninn fyrir brotið. Gegn staðfastri neitun mannsins var hann því sýknaður. Maðurinn var enn fremur ákærður í tveimur liðum fyrir að hafa, sama dag og hann braut gegn fimm ára stúlkunni í janúar, kallað tvær stúlkur, 9 og 12 ára, að bíl sínum á tveimur stöðum og sýnt þeim klámfengnar myndir. Gerðist þetta við Sólheima annars vegar og Langholtsveg hins vegar. Í síðarnefnda tilvikinu var maðurinn einnig sakaður um að hafa spurt 12 ára stúlkuna hvort hún vildi sjá getnaðarlim sinn. Játaði maðurinn á sig fyrra brotið en neitaði sök í því síðara. Var hann sýknaður af því síðarnefnda þar sem myndirnar þóttu ekki klámfengnar og þar sem framburður stúlkunnar þótti ekki nógu skýr. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir vörslu yfir 1100 barnaklámmynda sem lögregla fann í tölvu hans við húsleit. Enn fremur játaði maðurinn að hafa ekið án ökuréttinda í desember í fyrra og sömuleiðis ekið bíl undir áhrifum lyfja og án ökuréttinda þegar hann braut gegn fimm ára stúlkunni. Geðlæknir var beðinn um að rannsaka manninn og komst hann að því að maðurinn væri haldinn barnagirnd. Hins vegar væri hann ekki geðveikur og ófær um að stjórna gerðum sínum. Hann var því með öðrum orðum metinn sakhæfur. Í niðurlagi dómsins segir að brot mannins gegn fimm ára stúlkunni hafi verið mjög alvarlegt og að hann hafi brotið gegn barni á leiksvæði nærri heimili þess. Var það því mat dómsins að hann skyldi hljóta tveggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 16. janúar. Sem fyrr segir var hann dæmdur til að greiða fimm ára stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur og níu ára stúlkunni sem hann sýndi klámfengna mynd hundrað þúsund krónur. Enn fremur ber honum að greiða um tvær milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot, þar á meðal mjög alvarlegt brot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Ákæra á hendur manninum var í átta liðum og sneru fimm þeirra að kynferðisbrotum. Það alvarlegasta átti sér stað í janúar en í því var manninum gefið að sök að hafa lokkað fimm ára stúlku inn í kofa á leiksvæði og látið hana snerta lim sinn og hafa munnmök við sig. Maðurinn neitaði sök varðandi þennan ákærulið en viðurkenndi þó að hafa hitt stúlkuna á leiksvæðinu umræddan dag. Sagðist hann hafa verið þar að reykja og að hann hefði verið undir áhrifum lyfja. Lögregla fann sígrettustubb á vettvangi og leiddi rannsókn á honum í ljós að maðurinn hefði verið á staðnum. Í ljósi þess hve framburður stúlkunnar var stöðugur og um margt nákvæmur var maðurinn sakfelldur fyrir brotið. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sýnt annarri fimm ára stúlku getnaðarlim sinn á leiksvæði í desember í fyrra en var sýknaður af því þar sem ekki var talið sannað að hann hefði verið á umræddum stað á umræddum tíma. Segir í dómnum að þó að margt sé líkt með þessum atburði og þeim sem fyrr var nefndur nægi það ekki til þess að sakfella manninn fyrir brotið. Gegn staðfastri neitun mannsins var hann því sýknaður. Maðurinn var enn fremur ákærður í tveimur liðum fyrir að hafa, sama dag og hann braut gegn fimm ára stúlkunni í janúar, kallað tvær stúlkur, 9 og 12 ára, að bíl sínum á tveimur stöðum og sýnt þeim klámfengnar myndir. Gerðist þetta við Sólheima annars vegar og Langholtsveg hins vegar. Í síðarnefnda tilvikinu var maðurinn einnig sakaður um að hafa spurt 12 ára stúlkuna hvort hún vildi sjá getnaðarlim sinn. Játaði maðurinn á sig fyrra brotið en neitaði sök í því síðara. Var hann sýknaður af því síðarnefnda þar sem myndirnar þóttu ekki klámfengnar og þar sem framburður stúlkunnar þótti ekki nógu skýr. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir vörslu yfir 1100 barnaklámmynda sem lögregla fann í tölvu hans við húsleit. Enn fremur játaði maðurinn að hafa ekið án ökuréttinda í desember í fyrra og sömuleiðis ekið bíl undir áhrifum lyfja og án ökuréttinda þegar hann braut gegn fimm ára stúlkunni. Geðlæknir var beðinn um að rannsaka manninn og komst hann að því að maðurinn væri haldinn barnagirnd. Hins vegar væri hann ekki geðveikur og ófær um að stjórna gerðum sínum. Hann var því með öðrum orðum metinn sakhæfur. Í niðurlagi dómsins segir að brot mannins gegn fimm ára stúlkunni hafi verið mjög alvarlegt og að hann hafi brotið gegn barni á leiksvæði nærri heimili þess. Var það því mat dómsins að hann skyldi hljóta tveggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 16. janúar. Sem fyrr segir var hann dæmdur til að greiða fimm ára stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur og níu ára stúlkunni sem hann sýndi klámfengna mynd hundrað þúsund krónur. Enn fremur ber honum að greiða um tvær milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira