Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú kærur tveggja tólf ára stúlkna, sem þrjár eldri stúlkur rændu og misþyrmdu á sunnudagskvöldið. Að sögn Fréttablaðsins voru tvær árásarstúlknanna fimmtán ára og ein sautján. Litlu stúlkurnar voru þvingaðar inn í bíl og ekið með þær að yfirgefnu húsi í Njarðvík þar sem þeim var misþyrmt og þær niðurlægðar.
Fórnarlömbin leituðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan var lögregla látin vita. Lögregla rannsakar málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld á Reykjanesi.