Sýning hjá LeBron James - Úrslitin í augsýn hjá Cleveland 1. júní 2007 05:33 LeBron James fór hamförum í nótt og skoraði 25 síðustu stig Cleveland og 48 stig alls NordicPhotos/GettyImages Undrabarnið LeBron setti á svið sannkallaða sýningu í nótt þegar hann skoraði 48 stig í 109-107 sigri Cleveland á Detroit í tvíframlengdum fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. James skoraði 25 síðustu stig Cleveland í leiknum, í frammistöðu sem fer á spjöld sögunnar. Cleveland leiðir nú 3-2 í einvíginu eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli á laugardagskvöldið. Detroit hafði nauma forystu lengst af í leiknum en Cleveland náði af og til að jafna og komast yfir. Forysta heimamanna varð þó aldrei meira en átta stig og þegar kom fram í fjórða leikhlutann tók James öll völd á vellinum. Lið Detroit notaði nokkur varnarafbrigði til að reyna að stöðva James en allt kom fyrir ekki. Hann skoraði 29 af síðustu 30 stigum Cleveland í lokaleikhlutanum og framlengingunum - þar á meðal sigurkörfuna í annari framlengingu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. James hirti auk þess 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þessi 48 stig voru það mesta sem hann hefur skoraði í úrslitakeppni á ferlinum og mikið má vera ef þessa leiks verður ekki minnst sem leiksins sem James stimplaði sig endanlega inn sem einn allra besti leikmaður deildarinnar. "Af hverju ætti þetta að koma mér á óvart?" sagði James þegar hann var spurður út í frammistöðu sína. "Þeir eru sannarlega gott varnarlið en ég var ákveðinn í því að ráðast á þá eins og ég gat. Ég er allur blár og marinn eftir leikinn og verð að reyna að hvíla mig aðeins á morgun. Það er erfitt þegar maður er með brjálaðan tveggja ára krakka hlaupandi um húsið, svo ég verð líklega að fara með hann til ömmu í pössun," sagði James glettinn eftir leikinn. Detroit var með sjö stiga forystu þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og tapaði þriðja leiknum í röð í einvíginu - sem er orðið eins og eftirlíking af einvígi liðanna í annari umferð í fyrra þegar Cleveland kom til baka og komst í 3-2 eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum. Næsti leikur er á laugardaginn í Cleveland og ef Detroit nær sigri þar - verður oddaleikurinn í Detroit á mánudagskvöldið. Sýn verður með beinar útsendingar frá öllum leikjum. Til átaka kom í fyrsta leikhlutanum þegar Antonio McDyess braut harkalega á Anderson Varejao hjá Cleveland með þeim afleiðngum að hann skall harkalega í gólfinu. McDyess var vísað af velli fyrir brotið að James fékk tæknivillu fyrir að sína hinum brotlega ógnandi tilburði. Þetta atvik varð bara til þess að auka á spennuna og dramatíkina í þessum ótrúlega körfuboltaleik. "Við reyndum að loka á hann og koma boltanum úr höndum hans, en hann var rosalega grimmur. Við verðum að reyna aðrar aðferðir í næsta leik," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit um LeBron James. Mike Brown þjálfari Cleveland átti ekki til orð yfir frammistöðu leikmannsins. "Því var gaukað að mér inni í klefa að hann hefði skoraði 29 af síðustu 30 stigum liðsins og ég ætlaði ekki að trúa því. Ég skammast mín af því ég á ekki til orð til að lýsa því sem hann gerði hérna í kvöld," sagði Brown. Allir byrjunarliðsmenn Detroit skoruðu 10 stig eða meira, en það nægði liðinu ekki. Vörn Cleveland var vissulega sterk í leiknum, en lið Detroit er einfaldlega ekki að sýna á sér sparihliðarnar í einvíginu. Það kemur í ljós í næsta leik úr hverju Detroit-menn eru gerðir, því þeirra bíður mjög erfitt verkefni í Cleveland. "Við reyndum allt sem við gátum, en við réðum ekkert við hann," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit um frammistöðu LeBron James. Rip Hamilton var stigahæstur í Detroit með 26 stig, Chauncey Billups skoraði 21 stig, Chris Webber 20 og Rasheed Wallace setti 17 stig. Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland og nýliðinn Daniel Gibson skoraði 11 - en þeir fóru báðir af velli með sex villur og enginn annar leikmaður liðsins skoraði 10 stig eða meira. Leikmenn og þjálfarar Cleveland hafa gert sitt besta til að útrýma öllu tali um að Cleveland sé aðeins eins manns lið, en leikurinn í nótt var ekki sérlega gott dæmi um það. James var hreint út sagt óstöðvandi og til marks um það voru tröllatroðslur hans tvær þegar leikurinn var í járnum á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma. Leikurinn í nótt verður endursýndur á Sýn klukkan 7 og aftur klukkan 21 í kvöld fyrir þá sem misstu af honum og rétt er að skora á alla sem hafa gaman af góðum tilþrifum og dramatík að stilla á Sýn og sjá leikinn. NBA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Undrabarnið LeBron setti á svið sannkallaða sýningu í nótt þegar hann skoraði 48 stig í 109-107 sigri Cleveland á Detroit í tvíframlengdum fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. James skoraði 25 síðustu stig Cleveland í leiknum, í frammistöðu sem fer á spjöld sögunnar. Cleveland leiðir nú 3-2 í einvíginu eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli á laugardagskvöldið. Detroit hafði nauma forystu lengst af í leiknum en Cleveland náði af og til að jafna og komast yfir. Forysta heimamanna varð þó aldrei meira en átta stig og þegar kom fram í fjórða leikhlutann tók James öll völd á vellinum. Lið Detroit notaði nokkur varnarafbrigði til að reyna að stöðva James en allt kom fyrir ekki. Hann skoraði 29 af síðustu 30 stigum Cleveland í lokaleikhlutanum og framlengingunum - þar á meðal sigurkörfuna í annari framlengingu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. James hirti auk þess 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þessi 48 stig voru það mesta sem hann hefur skoraði í úrslitakeppni á ferlinum og mikið má vera ef þessa leiks verður ekki minnst sem leiksins sem James stimplaði sig endanlega inn sem einn allra besti leikmaður deildarinnar. "Af hverju ætti þetta að koma mér á óvart?" sagði James þegar hann var spurður út í frammistöðu sína. "Þeir eru sannarlega gott varnarlið en ég var ákveðinn í því að ráðast á þá eins og ég gat. Ég er allur blár og marinn eftir leikinn og verð að reyna að hvíla mig aðeins á morgun. Það er erfitt þegar maður er með brjálaðan tveggja ára krakka hlaupandi um húsið, svo ég verð líklega að fara með hann til ömmu í pössun," sagði James glettinn eftir leikinn. Detroit var með sjö stiga forystu þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og tapaði þriðja leiknum í röð í einvíginu - sem er orðið eins og eftirlíking af einvígi liðanna í annari umferð í fyrra þegar Cleveland kom til baka og komst í 3-2 eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum. Næsti leikur er á laugardaginn í Cleveland og ef Detroit nær sigri þar - verður oddaleikurinn í Detroit á mánudagskvöldið. Sýn verður með beinar útsendingar frá öllum leikjum. Til átaka kom í fyrsta leikhlutanum þegar Antonio McDyess braut harkalega á Anderson Varejao hjá Cleveland með þeim afleiðngum að hann skall harkalega í gólfinu. McDyess var vísað af velli fyrir brotið að James fékk tæknivillu fyrir að sína hinum brotlega ógnandi tilburði. Þetta atvik varð bara til þess að auka á spennuna og dramatíkina í þessum ótrúlega körfuboltaleik. "Við reyndum að loka á hann og koma boltanum úr höndum hans, en hann var rosalega grimmur. Við verðum að reyna aðrar aðferðir í næsta leik," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit um LeBron James. Mike Brown þjálfari Cleveland átti ekki til orð yfir frammistöðu leikmannsins. "Því var gaukað að mér inni í klefa að hann hefði skoraði 29 af síðustu 30 stigum liðsins og ég ætlaði ekki að trúa því. Ég skammast mín af því ég á ekki til orð til að lýsa því sem hann gerði hérna í kvöld," sagði Brown. Allir byrjunarliðsmenn Detroit skoruðu 10 stig eða meira, en það nægði liðinu ekki. Vörn Cleveland var vissulega sterk í leiknum, en lið Detroit er einfaldlega ekki að sýna á sér sparihliðarnar í einvíginu. Það kemur í ljós í næsta leik úr hverju Detroit-menn eru gerðir, því þeirra bíður mjög erfitt verkefni í Cleveland. "Við reyndum allt sem við gátum, en við réðum ekkert við hann," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit um frammistöðu LeBron James. Rip Hamilton var stigahæstur í Detroit með 26 stig, Chauncey Billups skoraði 21 stig, Chris Webber 20 og Rasheed Wallace setti 17 stig. Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland og nýliðinn Daniel Gibson skoraði 11 - en þeir fóru báðir af velli með sex villur og enginn annar leikmaður liðsins skoraði 10 stig eða meira. Leikmenn og þjálfarar Cleveland hafa gert sitt besta til að útrýma öllu tali um að Cleveland sé aðeins eins manns lið, en leikurinn í nótt var ekki sérlega gott dæmi um það. James var hreint út sagt óstöðvandi og til marks um það voru tröllatroðslur hans tvær þegar leikurinn var í járnum á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma. Leikurinn í nótt verður endursýndur á Sýn klukkan 7 og aftur klukkan 21 í kvöld fyrir þá sem misstu af honum og rétt er að skora á alla sem hafa gaman af góðum tilþrifum og dramatík að stilla á Sýn og sjá leikinn.
NBA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira